Verðkönnun ASÍ sýndi nýlega fram á gríðarlegan verðmun á fiski eftir verslunum á höfuðborgarsvæðinu, Könnunin sýndi einnig að verð hafði hækkað talsvert frá því í fyrra.
Hvað finnst þér um þennan verðmun? "Þetta kemur mér kannski ekki mikið á óvart en þessi niðurstaða sýnir tvennt: það er ekki virk samkeppni og samkeppniseftirlit í landinu og neytandinn stendur sig ekki í því að gera verðsamanburð. Við verðum að taka okkur saman neytendur og neita að kaupa vöru sem er allt að níutíu prósentum dýrari en hægt er að fá hana annars staðar. Svo finnst mér til háborinnar skammar hjá einni mestu fiskveiðiþjóð heims að fiskverð sé með því hæsta sem gerist á heiminum, sérstaklega á þessum tímum þegar umræðan snýst að miklu leyti um offitu."
Hvað er hægt að gera?
"Tvennt er að hægt að gera við þessu. Það er hægt að efla samkeppniseftirlitið svipað og það sem fjármálaráðherra hefur boðað ef birgjar og verslanir standa sig ekki í að skila lækkun virðisaukaskatts og afnámi vörugjalda til neytenda. Svo getum við neytendur sjálf veitt aðhald á þessum markaði. Við verðum að vera miklu meðvitaðri um það hvað við erum að borga fyrir matvöru. Það skiptir okkur máli. Ég spyr mig af hverju fiskur er kominn í flokk lúxusvara þegar það er ekki þar með sagt að hann eigi að vera þar.