Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Fiskurinn "okkar" er munaðarvara á matarborði mínu

María Gylfadóttir stjórnmálafræðingur skrifar í Fréttablaðið um verðmun á fiski í könnunum í dag.  Hér kemur greinin:

Til háborinnar skammar
verðmunur á fiski í könnun
Verðkönnun ASÍ sýndi nýlega fram á gríðarlegan verðmun á fiski eftir verslunum á höfuðborgarsvæðinu, Könnunin sýndi einnig að verð hafði hækkað talsvert frá því í fyrra.

Verðkönnun ASÍ sýndi nýlega fram á gríðarlegan verðmun á fiski eftir verslunum á höfuðborgarsvæðinu, Könnunin sýndi einnig að verð hafði hækkað talsvert frá því í fyrra.

Hvað finnst þér um þennan verðmun? "Þetta kemur mér kannski ekki mikið á óvart en þessi niðurstaða sýnir tvennt: það er ekki virk samkeppni og samkeppniseftirlit í landinu og neytandinn stendur sig ekki í því að gera verðsamanburð. Við verðum að taka okkur saman neytendur og neita að kaupa vöru sem er allt að níutíu prósentum dýrari en hægt er að fá hana annars staðar. Svo finnst mér til háborinnar skammar hjá einni mestu fiskveiðiþjóð heims að fiskverð sé með því hæsta sem gerist á heiminum, sérstaklega á þessum tímum þegar umræðan snýst að miklu leyti um offitu."

Hvað er hægt að gera?

"Tvennt er að hægt að gera við þessu. Það er hægt að efla samkeppniseftirlitið svipað og það sem fjármálaráðherra hefur boðað ef birgjar og verslanir standa sig ekki í að skila lækkun virðisaukaskatts og afnámi vörugjalda til neytenda. Svo getum við neytendur sjálf veitt aðhald á þessum markaði. Við verðum að vera miklu meðvitaðri um það hvað við erum að borga fyrir matvöru. Það skiptir okkur máli. Ég spyr mig af hverju fiskur er kominn í flokk lúxusvara þegar það er ekki þar með sagt að hann eigi að vera þar.

Ég hef alla vega tekið eftir því að þegar ég versla fisk í fiskverlsunum, þá borgar maður fyrir hann eins og um munaðarvöru er að ræða.  Svo segja þeir sem vit hafa á þessu að þessar fiskverslanir eru hjá einum eiganda. 

Þegar ég var lítil, þá var fiskur í nær öll mál og skyr á eftir.  Enda tel ég mig afar hrausta konu í dag ( 7 9 13 og slá undir borð ).  Þá var fiskurinn mjög mjög ódýr vara.  Hvernig stendur á þessu að við sem erum fiskiþjóð, skulum þurfa að greiða ofur hátt verð fyrir soðninguna.??  Er fsikbúðirnar að verða eins og sagan með kvótann.???


Stærsti innfluttningur á sterum til Íslands.

Einu fréttirnar af þessum innfluttning er á visir.is.  Virðist eins og þetta sé ekkert merkilegt.  Hvað er að fjölmiðlum yfirleitt. Ef maður er ekki laminn eða örkumlaður þá er það ekki frétt. 

Set hér fréttina í heild sinni.

  Tollverðir fundu töflurnar á föstudag. Maðurinn var síðan handtekinn á mánudaginn þegar hann ætlaði að sækja póstsendinguna.

Fréttablaðið, 25. jan. 2007 06:45

Fundu 13.000 töflur
Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn á mánudag þegar hann sótti póstsendingu, stílaða á verslun í hans eigu, sem innihélt rúmlega 13.000 steratöflur. Tollverðir í Reykjavík fundu töflurnar við reglubundið eftirlit síðastliðinn föstudag. Verslun mannsins er á Suðurnesjum og því var lögregluembættinu þar falin umsjón með málinu.

Að sögn Eyjólfs Kristjánssonar, fulltrúa lögreglustjórans á Suðurnesjum, var ákveðið að bíða með að handtaka manninn þar til eftir að maðurinn næði í sendinguna, en töflurnar komu með pósti frá Taílandi.
Eyjólfur segir að talið sé nokkuð víst að maðurinn hafi staðið einn að innflutningnum.

Hann vildi ekki útiloka að maðurinn hefði áður flutt inn svona efni þar sem rannsókn málsins væri ekki lokið að fullu, en taldi það þó ekki líklegt. „Við erum að vinna í því að greina hvaða efni þetta eru í töflunum og styrkleika þeirra. En þetta er óvenjumikið magn. Ég man ekki eftir svona stóru steramáli í fljótu bragði. Það eru því líkur á því að þetta hafi verið ætlað til dreifingar."

Til samanburðar lagði tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hald á eina sendingu af sterum allt árið í fyrra og var þar um 700 töflur að ræða.

Þessi innfluttningur er alveg eins og um venjuleg fýkniefni sé að ræða. Ekkert smá magn af tölfum.  Að mínu mati hið alvarlegasta mál.  Þeir sem ánetjast sterum, verða bæði sterkari og reiðari, og hvernig fer það t.d. við heimilishald, umferð og almennt í þjóðfélaginu.  Hef af þessu miklar áhyggjur.  Er bara ekki góða lýsið það besta sem maður tekur inn.  Alla vega þegar ég var að alast upp. Tounge


Afnám verðtrygginga fjárskuldbindinga.

Þetta segir Jóhanna Sigurðardóttir :

Guðni Ágústsson vill afnema verðtryggingu fjárskuldbindinga. Jón viðskiptaráðherra líka, bara ekki núna því það er svo mikil þensla og verðbólga. Athyglisvert var að hlýða á Jón í þinginu í dag þegar hann gaf efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar þessa einkunn. Jón viðskiptaráðherra vill líka koma á greiðsluaðlögun fyrir skuldug heimili. Það upplýsti ráðherrann á Alþingi í dag sem svar við fyrirspurn minni um það efni. Á hverju ári frá 1997 eða í 10 ár hef ég ásamt öðrum þingmönnum Samfylkingarinnar flutt þetta mál, en því hefur ávallt verið hafnað af stjórnarliðum. En nú eru að koma kosningar og þá gefa stjórnarliðar loforð í allar áttir.

Áfram með þetta málefni Jóhanna, það skiptir sköpum fyrir venjulegt fjölskyldufólk.


Íslendingar hræddir við evruna !!!!!

Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins eru nær 63% Íslendinga sem vilja ekki að evran verði tekin upp.  Þetta eru væntanlegar tölur þeirra sem tóku afstöðu.  Ég skil ekki þessa hræðslu við evruna, alla vega ekki afstöðu almennings.  Ég tel að það þyrfti að koma af stað umræðu/fræðslu svo almenningur geti gert sér grein fyrir því hvað myndi ávinnast og hvað ekki.  Ég er ein af þeim sem tók afstöðu fyrir þó nokkuð mörgum árum síðan.  Ég er hlynnt evrunni.  Bóndinn var ekki á sömu skoðun og ég þá en skoðun hans er að breytast sem betur fer.  Ríkistjórnin og Seðlabankinn leikur sér að krónunni okkar.  Þeirra vald myndi minnka með innleiðingu evrunnar. Þetta er mín skoðun.

Barnaperrar

Það er leitt til þess að hugsa að í umhverfi okkar, í dag minna barnabarna eru barnaníðingar.  Í dag þá ræddi dóttir mín við mig um þessi mál, hún á ekki ennþá börn, dóttir mín er mjög reið að til séu svona einstaklingar í okkar þjóðfélagi.  Við ræddum þetta í einhvern tíma og okkar niðurstaða er sú að ef þessir einstaklingar eru dæmdir, þá verður þjóðfélagið - ríkistjórnin að koma þessum einstaklingum út betri einstaklingum en þeir fóru inn.  Hvernig er nú farið að því, jú það er einfaldlega hægt að gjelda þá, ef það dugar eða endurhæfa þá og þeir þurfi að vera í eftirliti ævilangt. Það er ekki hægt að vona að þeir brjóti ekki af sér aftur.  Það þarf einfaldlega að fylgjast með þeim.

Er hægt að breyta kvótakerfinu ???

Spurning mín til stjórnarflokkanna er sú, " Er hægt að breyta kvótakerfinu ".  Er það hægt án þess að kerfið verði rjúkandi rúst.???  Ef kerfið verður rjúkandi, þá hverjum er það að kenna ??? 

Eins og ég sagði í fyrri pistli mínum, þegar ég var stelpa, þá átti ég með öðrum Íslendingum fiskinn í sjónum, en í dag eiga fáir íslendingar fiskinn í sjónum.  Pabbi stelpunnar í næsta húsi sem á fullt af fiskum í sjónum það kallast að eiga kvóta, stelpan mun erfa pabba sinn og verða rík, en ekki ég, þrátt fyrir að við fyrir nokkrum tugum árum síðan áttum jafn mikið í fiskinum í sjónum við Íslandsstrendur og vorum jafn ríkar í gamla daga. 

ÉG spyr er þetta sanngjarnt.???

 


Lexía kvótaeigandans eða Íslendinga

Kristinn H. Gunnarsson skrifar í Fréttablaðið um sjávarútvegsmál, að Vestfirðingar hafi fengið lexíu þegar Samherji náði yfirtöku á Guðbjörginn ÍS 46. Einnig ræðir hann að Akureyringar eigi eftir að finna fyrir sömu lexíu frá hendi Brims.  Ekki ætla ég að ræða þessi tvö mál, en mig hefur alla tíð undrast yfir því hvernig kvótamálin hafa þróast í gegn um árin.  Pistill Kristinns gerði það að verkum að ég fór að hugsa aftur í tímann þegar við Íslendingar áttum fiskinn í sjónum og sem lítil stelpa á þeim tíma afar stolt af því.  En það var bara í gamla daga þegar ég upplifði mig meiri Íslending en ég er í dag einhverra hluta vegna.

Mín skoðun hefur og er enn í dag sú að byggðarlögin eigi að eiga kvótann og leigja þau til skipanna á staðnum sem skipin eru skráð og landa helst í heimabyggð.  Útvegsfyrirtækin eiga ekki að eiga kvótann. Það kæmi sér best fyrir sveitafélögin.  Hér áður fyrr var okkur sagt að við Íslendingar ættum fiskinn í sjónum, í dag er það sko aldeilis ekki.  Kvótinn er í eigu fárra einstaklinga sem fengu hann á gullfati frá ríkisstjórn þeirra tíma.  Svo þegar kvótaeigandinn deyr, þá erfist kvótinn til erfingja kvótaeigandans.  Ég get ekki betur séð en að það myndi ekki skipta máli fyrir hinn almenna Íslending hvort erlendir aðilar myndu eiga kvótann okkar eður ei. 

Þetta eru vangaveltur mínar um málefni Íslendinga í mínum fyrsta moggabloggi. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband