Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Verst hve úrgangurinn frá þeim er mikill

Það er ekkert hægt að kvarta undir dúfum.  Þær eru yfirleitt bara skemmtileg, þær fljúga um og eru bara góðir vinir manns.  En það er bara eitt að, það er það sem þær borða þarf líka að fara út, og það er því miður ekki lítið.  Strákurinn minn fékk að byggja dúfnakofa, það var leyft til þess að halda honum heima við.  Hann týndist af og til.  Kofinn hélt honum heima.  Við urðum að losa okkur við dúfurnar, mikið voru þær fallegar og lifðu harða vetur af.  Þær gerðu stykki sín upp á garðskálaþaki nágrannans.  Þau kvörtuðu ekki, en þegar við sáum að glerið yfir garðskálanum var þakið og orðið dymmt í skálanum urðum við að gera eitthvað.  Bóndinn skreið eitt sinn upp á skálann þegar þau voru ekki heima og þreif þakið með vatni og sápu. 

Við eigum svo góða nágranna, þau kvörtuðu heldur ekkert yfir þyfnaðinum.  Eitt sinn tókum við ungana sem voru rétt fleigir, keyrðum þeim langt í burtu, og viti menn, þau voru komin á undan okkur til baka. Við söknum þeirra en í dag.


mbl.is Skrautlegir nágrannar álvers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband