Vetnisvæddar vélar munu bjarga okkur !!!!!

Eitthvað þessu líkt gæti komið okkur út úr olíu stríðinu.  Þessi tækni samkvæmt vitrum manni fyrir austan, var notuð í þá daga með góðum árangri, eins og þessi frétt gefur til kynna.  Því er það hulin ráðgáta af hverju rannsakendur og fræðimenn hafi ekki reynt að þróa þessa tækni áfram í áranna rás. Ekki má gleyma sjálfum ólíufyrirtækjunum sem hækka olíuna upp úr öllu valdi þessa dagana. 

Er ekki næsta verk að breyta skipaflotanum, flutningabílunum og jafnvel einkabílunum til þess að minnka olíunotkun.  Það er allra hagur.  Sjáiði það er til tækni og því ekki að nýta sér hana. 


mbl.is Vetnisvæddi mótorhjólið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Mesta hagræðisaðgerð sem íslendingar geta farið í, er sjálfbærni í eldsneytismálum, vetni, metan, metanól, rafmagn, allt þetta gætum við tileinkað okkur nánast á morgun. Við eigum tæknina, hugvitið, hráefnin, markaðinn og höfum allt að vinna.....

....svo ég er jafn hissa og þú Áslaug, og skil ekki hví við erum ekki búin að þessu..

Haraldur Davíðsson, 13.8.2008 kl. 11:22

2 Smámynd: Áslaug Sigurjónsdóttir

Haraldur, ég er svo sannalega sammála þér í þessu, við gætum nýtt okkur allt þetta ef viljinn er fyrir hendi.  Það þarf pólitíska ákvörðun til þess að ákveða hvað skal gera.  Við erum nú að knýja einhverja strætisvagna með vetni, hef ekkert heyrt um hvernig það hefur gengið í raun.

Vona að það verði fleiri hissa en við........... 

Áslaug Sigurjónsdóttir, 13.8.2008 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband