Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Gamalt húsráð til að fyrirbyggja eyrnabólgur

Börnin mín voru með síendurteknar eyrnabólgur og læknirinn sem við leituðum til vegna þessa vildi seta rör í eyrun á þeim.  Þar sem við erum í ætt sem ekki má svæfa á venjubundinn hátt, treysti þessi læknir sér ekki að gera neitt frekar í málinu og var því hætt við að seta upp rör í eyrun á börnunum mínum.  

Við pöntuðum því tíma hjá læknir sem hefur margra ára reynslu, er hættur í dag vegna aldurs og hann gaf okkur ráð sem svínvirkaði. Ráðið er þetta:

  • Hækka höfuðlagið í rúmi barnsins
  • Nefdropar fyrir svefn í tiltekinn tíma
  • Enginn mjólkurfita þ.e. bara skyr og undanrennu aðra fitu má borða, bara ekki mjólkurfitu
Eins og ég sagði áður, eftir 6 mánuði hættu þau að fá eyrnabólgur og vökvi í miðeyra hvarf.  En þetta tekur nokkra mánuði, en þetta er vel þess virði að reyna.  
mbl.is Draga þarf úr lyfjanotkun barna og bæta réttindi vinnandi foreldra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friður á mínu heimili alla vega í einhverja daga

Bóndinn er aðdáandi Arsenal og hefur ekki verið glaður yfir gengi þeirra undanfarið.  Meira að segja farið á leik í London og þeir töpuðu þá.  Minn bóndi ekki glaður.  Enn þetta gæti glatt hann alla vega næstu daga.  Takk fyrir þessa frétt.  

Drottningin og maðurinn minn

Bóndinn minn verður glaður.  Þetta segir manni enn fremur að þótt á móti blási þá ekki gefast upp.  Þetta voru skemmtilegar upplýsingar.  Alla vega á ég von á því að logn komist á heimilið mitt á ný við þessar fréttir.Tounge
mbl.is Drottningin heldur með Arsenal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband