Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Koffín er það í lagi fyrir t.d. börn

Fyrir nokkrum árum þegar orkudrykkir urðu vinsælir.  Þá keyptu foreldrar þessa orkudrykki fyrir börnin sín og t.d. þegar ég var að versla fyrir vikuna á föstudegi, þá sá maður börnin drekka þessa drykki á meðan foreldrarnir versluðu.  Foreldrar þá vissu ekki hvað innihald var í þessum drykkjum, þeir einfaldlega gáfu börnum sínum í góðri meiningu að drekka þessa drykki.  Börnin urðu erfiðari eftir þessa neyslu án þess að foreldra skildu af hverju í sumum tilvikum.   Einnig voru þessir drykkir til sölu í sumum íþróttafélugum en ég tel að forráða menn félaganna vissu ekki líka af innilahaldslýsingunni og seldu þá í góðri trú.  Þetta er breytt held ég hjá félugum í dag.

Því miður þá tel ég að það sé ekki til góða að byrja að gefa börnum þessa drykki. Ástæðan er sú að þetta er örvandi efni og venst.  Seinna meir þarf meira örvandi efni sem því miður geta verið ólögleg.  Ég tel því að foreldra í dag þurfa að vera vel á varðbergi vegna þessara orkudrykkja.  Í þessum orkudrykkjum er mikið af koffein og guorana.  Þegar börn verða unglingar þá er aldrei að vita nema þau ánetjist sterkari efni í ólöglegum heimi. 

Foreldrar vilja allt það besta fyrir börnin sín, og þetta er eitt af því sem við sem ölum upp börn verðum að hugsa um.  Gangi ykkur vel í uppalendahlutverkinu.


mbl.is Koffínmagn í drykkjum jókst verulega á sex ára tímabili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband