Gamalt húsráð til að fyrirbyggja eyrnabólgur
25.4.2007 | 12:18
Börnin mín voru með síendurteknar eyrnabólgur og læknirinn sem við leituðum til vegna þessa vildi seta rör í eyrun á þeim. Þar sem við erum í ætt sem ekki má svæfa á venjubundinn hátt, treysti þessi læknir sér ekki að gera neitt frekar í málinu og var því hætt við að seta upp rör í eyrun á börnunum mínum.
Við pöntuðum því tíma hjá læknir sem hefur margra ára reynslu, er hættur í dag vegna aldurs og hann gaf okkur ráð sem svínvirkaði. Ráðið er þetta:
- Hækka höfuðlagið í rúmi barnsins
- Nefdropar fyrir svefn í tiltekinn tíma
- Enginn mjólkurfita þ.e. bara skyr og undanrennu aðra fitu má borða, bara ekki mjólkurfitu
![]() |
Draga þarf úr lyfjanotkun barna og bæta réttindi vinnandi foreldra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæl. Ég held ég viti hver sá gamli er. Móðir mín kendi mér þetta á syni mína 5. Móðir hennar hún amma mín í Tungu kendi móður minni þetta og ég er að reyna að kenna sonum mínum elstu þessi húsráð. Þetta virkar mjög vel.
Níels A. Ársælsson., 25.4.2007 kl. 16:28
Þykir gaman að heyra að fleiri hafa notið ráða læknisins, og hvet ég því aðra sem eiga börn með eyrnavandamál að prufa þetta ráð. En það verður að vera meðvitaður um aðra fæðu sem kæmi í staðinn fyrir mjólkurmatinn, eða kalkið og fituna sem er nauðsynlegur þáttur í þroska og vaxtarskeiði barna.
Áslaug Sigurjónsdóttir, 25.4.2007 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.