Sterainnfluttningur.

Hvað getur það sagt manni að nú árið 2007 hefur verið tekið í janúar, þá stærsti innfluttningur stöðvaður hingað til 13.000 einingar af sterum, svo nú í febrúar meira en helmingi fleiri einingar teknar ( 30.000 einingar ) á heimili formanns kraftlyftinga.  Mér er brugðið.  Getur það virkilega verið að það sé mun meira af þessum efnum á landinu en áður, eða er tollurinn og lögreglan að ná meiru en áður???  Eða getur verið að þetta sé samþætt.  ???

Hverjir eru eiginlega að taka þetta inn ???  Samkvæmt rannsóknum þá hefur verið sannað að þegar einstaklingur tekur inn þessi efni, þá verður til greindarskerðing.  Einstaklingurinn verður líka sterkari, reiðari og grimmari.  Hvernig fer svona blanda saman ??? 

Ég vorkenni ekki þeim sem ákveða að taka inn þessi efni, það er á þeirra ábyrgð að hugsa um heilsu sína.  Samkvæmt sænskri rannsókn þá deyja steranotendur mun fyrr en t.d. heroin neytendur, og þar munar um heil 10 ár.  Þar kemur helst til hjartavöðvinn sem þolir ekki þetta efni og áreynsluna sem af því hlíst.  Einnig er hellingur af öðrum aukaverkunum sem þeir geta orðið fyrir, t.d. blöðruhálskirtilskrabbamein, brjóstastækkun ( kirtillinn fer að stækka umbreytir t.d. testosteroni í estogen ), og svo það sem karlmenn vilja alls ekki missa en það er getan og getan til þess að frjófga egg konu sinnar. Sáðfrumurnar hverfa.   Þetta fer allt í vaskinn.  Vorkenni þeim ekkert, þeirra er valið.  En það sem er verra, er að eins og ég sagði hér fyrir ofan, þá verða þeir greindarskertari, siðferðið minnkar, verða sterkari og reiðari.  Já ég hef áhyggjur af ofbeldishneigð.  Ofbeldi eins og nauðganir, gróf ofbeldi á almennann borgara og ekki má gleyma ofsa akstri.   Þess vegna hef ég áhyggjur af notkun þessarra efna.  Einhverjir þessarra einstaklinga eiga einnig fjölskyldur og jafnvel börn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Sæl. Það má þá segja að náttúran grípi inn í ferlið og geri þessa apahausa náttúrulausa eftir ofnotkun á þessum efnum en eftir stendur ofbeldið og brenglunin sem fylgir skapgerðabrestum. Þarf ekki að flokka svona lagað með eiturlyfjum og setja á sama stall í refsi löggjöfinni ?

Níels A. Ársælsson., 4.2.2007 kl. 22:19

2 Smámynd: Adda bloggar

mikið innilega er ég samála þér

Adda bloggar, 7.2.2007 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband