Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Fyrir ári síðan var Íslendingum beitt lögum sem nefnd eru " Hryðjuverk" frá Bretum.
21.10.2009 | 15:47
Fordæmir ræðu Árna Johnsen | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Til hamingju Þuríður Harpa.
27.9.2009 | 12:16
Farin að ganga með spelkur við göngugrind | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Frænka "Hér kem ég"
26.3.2009 | 19:45
Seattleflugi fagnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verst hve úrgangurinn frá þeim er mikill
2.10.2008 | 23:39
Það er ekkert hægt að kvarta undir dúfum. Þær eru yfirleitt bara skemmtileg, þær fljúga um og eru bara góðir vinir manns. En það er bara eitt að, það er það sem þær borða þarf líka að fara út, og það er því miður ekki lítið. Strákurinn minn fékk að byggja dúfnakofa, það var leyft til þess að halda honum heima við. Hann týndist af og til. Kofinn hélt honum heima. Við urðum að losa okkur við dúfurnar, mikið voru þær fallegar og lifðu harða vetur af. Þær gerðu stykki sín upp á garðskálaþaki nágrannans. Þau kvörtuðu ekki, en þegar við sáum að glerið yfir garðskálanum var þakið og orðið dymmt í skálanum urðum við að gera eitthvað. Bóndinn skreið eitt sinn upp á skálann þegar þau voru ekki heima og þreif þakið með vatni og sápu.
Við eigum svo góða nágranna, þau kvörtuðu heldur ekkert yfir þyfnaðinum. Eitt sinn tókum við ungana sem voru rétt fleigir, keyrðum þeim langt í burtu, og viti menn, þau voru komin á undan okkur til baka. Við söknum þeirra en í dag.
Skrautlegir nágrannar álvers | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vetnisvæddar vélar munu bjarga okkur !!!!!
13.8.2008 | 11:03
Eitthvað þessu líkt gæti komið okkur út úr olíu stríðinu. Þessi tækni samkvæmt vitrum manni fyrir austan, var notuð í þá daga með góðum árangri, eins og þessi frétt gefur til kynna. Því er það hulin ráðgáta af hverju rannsakendur og fræðimenn hafi ekki reynt að þróa þessa tækni áfram í áranna rás. Ekki má gleyma sjálfum ólíufyrirtækjunum sem hækka olíuna upp úr öllu valdi þessa dagana.
Er ekki næsta verk að breyta skipaflotanum, flutningabílunum og jafnvel einkabílunum til þess að minnka olíunotkun. Það er allra hagur. Sjáiði það er til tækni og því ekki að nýta sér hana.
Vetnisvæddi mótorhjólið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hreint vatn notað allt til helminga með olíu á vissar vélar
14.7.2008 | 21:52
Vitur roskinn maður búsettur á austfjörðum segir að fyrir þó nokkuð löngu síðan við getum bara sagt í gamla daga hefði verið notað hreint vatn úr krananum með olíunni og vélin vann miklu betur. Meiri sprengikraftur kom með því að nota vatnið og það jafnvel talið nauðsynlegt með þessari vél. Hann skilur ekki af hverju nútíma rannsakendur og fræðimenn hafi ekki þróað þessar vélar meira og prufað sig áfram því ekkert væri auðveldara og ódýrara en að nota óunnið vatnið. Ég man ekki hvaða vélar hans sagði þær vera, en alla vega þá var þetta gert á árunum áður.
Eru ekki allir að reyna að finna orkugjafa sem hentar á bílana okkar svo við getum hætt að nota bensín eða olíu eða alla vega minnkað það. Heimurinn er að leggjast í þunglyndi vegna hækkandi bensíns og olíuverðs. Hugsið ykkur, það var bara hægt að dæla vatni úr krananum með olíunni og vélin gekk betur. Er einhver sem kann þessi fræði???? Væri ekki hægt að skoða þessa tækni betur, og hefur einhver reynt það og með hvaða árangri þá???
Ákvað að seta þessar upplýsingar frá þessum einstakling á bloggsíðuna mína í þeirri von að einhver mér vitrari kæmi með viðbrögð er varðar þetta atriði.
Orkuveita Reykjavíkur
17.2.2008 | 12:56
Gargað á hjálp.
21.7.2007 | 12:12
Get ekki annað en rætt um grein sem ég las í fréttablaðinu rétt í þessu. Greinin er um síbrotaunglinga, sem mikið hefur verið rætt um síðustu daga. Stúlka sem fer að brjóta af sér 8 ára, í dag er hún 14 ára, og hvað hefur gerst. Hún verður alltaf hrottalegri og hrottalegri. Þegar þessi stúlka var 8 ára, þá átti að hefja uppbyggingaferil strax, barnið var að garga á hjálp þegar hún var 8 ára, og hefur gert það síðan. Saga þessarra stúlku er löng þótt einungis sé hún 14 ára. Okkar þjóðfélag verður að koma barni strax til hjálpar þegar það kallar, á sinn hátt á aðstoð. Að brjóta og bramla allt í skólastofunni, ætti að koma af stað hjá þeim sem horfa að eitthvað er að hjá þessu barni. Einnig á þetta við um drenginn sem brýtur af sér trekk í trekk, en á annan hátt en stúlkan. Enda annar persónuleiki og kanski hefur það eitthvað að segja að hann er drengur, veit samt ekki alveg um það.
En hitt er víst, að það þarf að hjálpa þessum börnum, að komast út úr þessu neikvæða ferli. Þjóðfélag okkar, ríkisstjórnin þarf að takast á við þetta verkefni eins og önnur. Þó það væri ekki nema sú hugsun að ala upp færri afbrota einstaklinga svo okkar eigin börn og barnabörn geti gengið örugg um í umhverfi Íslands.
Annað sem kemur fram í greininni er að við þurfum að hafa námskeið í uppeldi barna okkar. Við fæðumst ekki með það í farteskinu, hvernig við eigum að bregðast við hinu og þessu hjá barni eða ungling. Við þurfum nefnilega að vera búin að ákveða hver viðbrögð okkar eru við hinu og þessu við í atferli barna okkar. Einnig þurfum við að læra sjálfstjórn sem foreldrar eða það sem við köllum sjálfstyrkingarnámskeið.
Brýnt að grípa strax í taumana
Mál tveggja harðsvíraðra brotamanna á barnsaldri hafa vakið talsverða athygli í fjölmiðlum að undanförnu. En hvernig leiðast börn út á slíka glapstigu? Hverju er um að kenna? Hvað má gera til að koma í veg fyrir að börn og unglingar velji þessa leið og hvernig er hægt að bjarga þeim af henni? Eru þau dæmd til að verja ævinni í fangaklefa? Stígur Helgason leitaði svara hjá fagfólki.
Tveir unglingar og ófyrirleitin hegðun þeirra hafa ratað í fjölmiðla á undanförnum vikum.
Tveir unglingar og ófyrirleitin hegðun þeirra hafa ratað í fjölmiðla á undanförnum vikum. Annar er fimmtán ára drengur sem nýverið hlaut tuttugu mánaða fangelsisdóm fyrir ýmis afbrot, sum mjög alvarleg. Það er þyngsti dómur sem svo ungt barn hefur hlotið hérlendis svo vitað sé. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi fyrir að hafa höfuðkúpubrotið leigubílstjóra með hamri í lok apríl og gæti átt von á ákæru fyrir tilraun til manndráps.
Hitt ungmennið er fjórtán ára gömul stúlka sem lögregla hafði fyrst afskipti af átta ára gamalli. Hún réðst hrottalega á tvær jafnöldrur sínar við Smáralind á þriðjudag fyrir hálfri annarri viku og veittist harkalega að lögreglu við handtöku. Hún stærði sig af árásunum á bloggsíðu sinni og virðist algerlega laus við eftirsjá.
Fjórtán ára þungavigtarboltar
Guðmundur Týr Þórarinsson, betur þekktur sem Mummi í Mótorsmiðjunni, kippir sér ekki sérstaklega upp við að heyra sögurnar af ungmennunum tveimur. "Þetta er ekkert nýtt fyrir okkur. Það er fjöldinn allur af svona guttum á götum Reykjavíkur, það er staðreynd. Hópurinn fer svo ört stækkandi eftir fjórtán ára aldur." Mummi hefur unnið með vandræðaunglingum í fjórtán ár og þekkir heiminn því betur en margur. "Ég man eftir svona þungavigtarboltum fjórtán ára sem svifust einskis. Fólk var limlest og lamið og þeir bara komust upp með þetta lengi."
Skortir siðferðiskennd
Þegar fregnir berast af svo alvarlegum brotum af hendi barna vaknar sú spurning hverju sé um að kenna þegar barn leiðist út á slíka braut. Ólöf Ásta Farestveit, uppeldis- og afbrotafræðingur, segir uppeldisþáttinn vega þar þyngst. "Þegar börn eru tilfinningasnauð, gagnvart umhverfinu og lífi, hvort heldur sem um ræðir dýr eða menn, þá skortir þau ákveðna siðferðiskennd sem við fáum bara í uppeldi." Hún segir mörg börn búa við aðstæður sem eru þeim ekki bjóðandi. "Þar af leiðandi, þegar þú hefur ekki aga og aðhald gagnvart börnunum, og þau eru svona afskiptalaus í umhverfinu, þá er voðinn auðvitað vís."
Ólöf segir að mikil áföll sem börn verða fyrir í æsku einnig geta orsakað persónuleikaröskun. "Það eitt og sér getur vissulega hrundið af stað röð tilfinningaatvika hjá barni. Þá er mikilvægt að grípa fljótt inn í."
Hugo Þórisson barnasálfræðingur, er sammála því að allt eigi þetta rætur í uppeldinu. Hann segir þó afþreyingariðnaðinn einnig eiga sök á vandanum. "Það eru svo margir sem vilja hafa áhrif á börnin í þessu þjóðfélagi. Maður sér kvikmyndir verða sífellt hryllilegri og í afþreyingarbransanum, sjónvarpi, kvikmyndum og tölvuleikjum, virðist vera samkeppni í gangi um að ganga fram af fólki. Ef foreldrar eru ekki á vaktinni og leiðbeina börnunum og sýna þeim umhyggju þá verða þeir undir í baráttunni um athygli þeirra."
Ábyrgð samfélagsins er rík
Að mati Mumma og Ólafar þarf að grípa mun fyrr inn í þegar börn sýna af sér andfélagslega hegðun. "Átta ára stelpa sem rústar skóla - af hverju stoppaði málið hennar ekki þar?" spyr Mummi. "Hvar er öryggisnetið? Það á ekki að bíða þótt börnin lofi því að vera til friðs. Bara það að barn hnupli úr búð á að hafa afleiðingar. Þá á strax að grípa inn í."
Ólöf segir að almenningur þurfi að vera duglegri við að tilkynna til Barnaverndarnefndar allar grunsemdir um að barn eigi við vandamál að stríða. "Samkvæmt 16. grein Barnaverndarlaganna höfum við tilkynningaskyldu sem almenningur. Okkur ber að láta vita ef við teljum að eitthvað sé að í lífi barns og það er hugsanlega á leið að eyðileggja líf sitt." Hægt sé að gera slíkt án þess að barnið fái að vita hver tilkynnti. Hún segir málin ekki þurfa að vera stór til að gefa tilefni til tilkynningar. "Fólk á frekar að tilkynna heldur en að bera þessa ábyrgð með sér og átta sig síðan á því fimm árum síðar að það hefði átt að gera eitthvað. Nefndin tekur svo ákvörðun um það hvort eitthvað skuli gera."
Foreldrum kennt um - ekki kennt
Hugo er ekki í nokkrum vafa um hvað þarf að gera til að koma í veg fyrir að börn þrói með sér alvarleg hegðunarvandamál. "Ég er búinn að segja það í aldarfjórðung; það þarf að styrkja fjölskylduna, styrkja foreldrana í uppeldi barna sinna og styðja við skólana. Það hefur ítrekað verið bent á þetta og því geta menn ekki verið hissa á því þegar ekkert hefur verið gert að við sitjum nú uppi með ekki minni vanda en áður." Hugo bendir á að öflug foreldrafræðsla gæti verið árangursrík forvörn. "Foreldrum er kennt um en ekki kennt, er setning sem ég nota gjarnan. Ég hef tekið það sem dæmi að ef fólk fær sér hund og fer á námskeið í ala upp hundinn, þá fær það helmingsafslátt af öllum gjöldum. Ég hef stungið upp á því að ef foreldrar barns á leikskóla færu á foreldranámskeið þá fengju þeir til dæmis helmingsafslátt af leikskólagjöldum. Það þarf að gera svona fræðslu eftirsóknarverða."
Ólöf bendir einnig á að verði barn fyrir alvarlegu áfalli í æsku þurfi tafarlausa hjálp sérfræðinga. "Oft heldur fólk að börn séu of ung fyrir svoleiðis. Skilji það ekki. Raunin er önnur." Hún segir að oft liggi rót vandans í fíkniefnaneyslu, og eftir að börn eða unglingar séu komnir á kaf í neyslu geti gengið erfiðlega að ráða við þá. Því sé brýnt að bregðast snemma við. "Barn sem er mjög erfitt í skóla og þess háttar, það eru ýmis úrræði sem hægt er að grípa til áður en þú missir það út í neyslu."
Úrræðaleysið pólitískt vandamál
Mummi gagnrýnir yfirvöld mjög fyrir úrræðaleysi í málaflokknum. "Félagsmálayfirvöld eru manna glöðust daginn sem þessir krakkar verða átján ára bara til að vera laus við þá út af borðinu," segir hann. "Hvernig getur unglingur eða eitt barn farið í gegnum skólakerfið, barnaverndarnefndir, félagsmálastofnanir og lögreglustöðvar ár eftir ár án þess að þeirra mál séu stoppuð. Það er stóra spurningin."
Hann segir starfsfólkið þó gera sitt besta. "Það er ekki vont fólk sem starfar í þessum geira, þetta er pólitískum ákvörðunum og úrræðaleysi að kenna."
Hegningarheimili og lagabreyting
Mummi segir að breyta þurfi lögum til að eiga við allra harðsvíruðustu afbrotaunglingana. "Það verða að vera til sérhæfðir dómarar eða unglingadómstóll sem tekur þessa krakka fyrir strax." Hann vill einnig að þeir séu umsvifalaust teknir af vanhæfum foreldrum. "Svo á líka að dæma foreldra fyrir vanrækslu ef börnin mæta til dæmis ekki í skólann í fleiri vikur." Hann segir að koma þurfi upp stað fyrir erfiðustu krakkana. "Það vantar betrunarheimili þar sem kjaftæði er ekki sýnt neitt umburðarlyndi. Ég skoðaði svona heimili í Bandaríkjunum. Þar voru krakkar dæmdir inn og ef eitthvað kom upp á þá beið þeirra fangelsi. Meðferðin var mjög ströng, það þýddi ekkert að kvarta yfir því að það væri kalt úti."
Hugo er ósammála. "Við höfum þetta úrræði fyrir fullorðna og það heitir fangelsi. Ég held að endurkoma fanga sé það há að það sýni að það úrræði leiðir ekki til bættrar hegðunar. Ég held að það sé ekki það úrræði sem er mikilvægast að fá núna."
Munu limlesta fólk eða deyja
"Við erum að smíða manneskjur hægri vinstri sem eiga eftir að vera inn og út úr fangelsum það sem eftir er. Þeir enda bara inni á Litla-Hrauni og fylgir endalaus kostnaður," segir Mummi. "Þessir krakkar koma til með að limlesta einhvern einhvern tíma ef þeir deyja ekki áður eða verða orðnir geðveikir."
"Ég held og trúi því að það sé alltaf von," segir Ólöf. "Maður hefur séð fólk sem hefur verið það sem hægt er að kalla óalandi og óferjandi allt sitt líf ná bata á fullorðinsárum. Það er alltaf hægt að hjálpa fólki ef það vill hjálpa sér sjálft."
Hugo segir að þótt alltaf sé reynt til þrautar að hjálpa öllum, þá verði að horfast í augu við þá staðreynd að einhverjir muni alltaf sleppa í gegn. "Ég held að ekkert okkar vilji búa í þjóðfélagi þar sem við höfum það mikið vald yfir lífi einstaklinga að enginn rati þessa leið."
Þú sem ert valdur að slysum eða lendir í alvarlegu slysi vegna áhættuhegðunar, þetta er til þín.
26.6.2007 | 21:12
Þú hefur örlög þín og annarra og fjölskyldur þeirra á þínum herðum ef þú notar áhættuhegðun s.s. hraðakstur. Það er alltaf ástæða fyrir áhættuhegðun, og þú ættir að fá meðferð við því hjá fagaðila. Ég set annað orð yfir áhættuhegðun, orðið er ofbeldi.
Ég gæti skrifað mikið meira, en hætti hér.
Góð þáttaka í fjöldagöngum gegn slysum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Gamalt húsráð til að fyrirbyggja eyrnabólgur
25.4.2007 | 12:18
Börnin mín voru með síendurteknar eyrnabólgur og læknirinn sem við leituðum til vegna þessa vildi seta rör í eyrun á þeim. Þar sem við erum í ætt sem ekki má svæfa á venjubundinn hátt, treysti þessi læknir sér ekki að gera neitt frekar í málinu og var því hætt við að seta upp rör í eyrun á börnunum mínum.
Við pöntuðum því tíma hjá læknir sem hefur margra ára reynslu, er hættur í dag vegna aldurs og hann gaf okkur ráð sem svínvirkaði. Ráðið er þetta:
- Hækka höfuðlagið í rúmi barnsins
- Nefdropar fyrir svefn í tiltekinn tíma
- Enginn mjólkurfita þ.e. bara skyr og undanrennu aðra fitu má borða, bara ekki mjólkurfitu
Draga þarf úr lyfjanotkun barna og bæta réttindi vinnandi foreldra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |