Er hægt að breyta kvótakerfinu ???

Spurning mín til stjórnarflokkanna er sú, " Er hægt að breyta kvótakerfinu ".  Er það hægt án þess að kerfið verði rjúkandi rúst.???  Ef kerfið verður rjúkandi, þá hverjum er það að kenna ??? 

Eins og ég sagði í fyrri pistli mínum, þegar ég var stelpa, þá átti ég með öðrum Íslendingum fiskinn í sjónum, en í dag eiga fáir íslendingar fiskinn í sjónum.  Pabbi stelpunnar í næsta húsi sem á fullt af fiskum í sjónum það kallast að eiga kvóta, stelpan mun erfa pabba sinn og verða rík, en ekki ég, þrátt fyrir að við fyrir nokkrum tugum árum síðan áttum jafn mikið í fiskinum í sjónum við Íslandsstrendur og vorum jafn ríkar í gamla daga. 

ÉG spyr er þetta sanngjarnt.???

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég lofa þér því að stjórnarflokkarnir svara ekki. Landssamband íslenskra útvegsmanna eru búnir að kaupa þá fyrir löngu. Það verður ekkert hróflað við þessu af Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Samfylkingunni. Það er hreinlega ekki í þeirra stefnuskrá.

Lögin segja að auðlindin sé "sameign þjóðarinnar" og það þýðir að eina löglega og sanngjarna leiðin er að bjóða allan kvótann út á hverju ári. Það má hins vegar færa rök að því að kvóti eigi að tilheyra byggðarlögum með sambærilegum hætti og veiðiréttindi í ám og vötnum en þá þarf að breyta lögum til þess. Fram að því á bara að bjóða kvótann út.

Það er fjölmargir sem hafa orðið bullríkir á kvótaruglinu og þetta er orðinn ljótur blettur á þjóðarsálinni. Fólk sem kýs þá flokka sem ég nefndi áðan viðhalda óréttlætinu. Svo einfalt er það.

Haukur Nikulásson, 22.1.2007 kl. 07:58

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Sæl. Það er einungis ein leið fær til að breyta lögum um stjórn fiskveiða. Ég hef farið í gegnum þá umræðu í yfir 20 ár og niðurstaðan er ætíð sú sama að mati færustu lögmanna. Það verður að koma Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki frá völdum. Að öðrum kosti verður engu breytt.

Níels A. Ársælsson., 22.1.2007 kl. 11:48

3 identicon

Hæhæ, ég jafnsammála Níelsi einsog ég er ósammála Hauki, og ég bara spyr..... Haukur, af hverju í ósköpunum ertu að spyrða Samfylkinguna við D og F ? það er stór gjá á milli elskendanna í Sjálfstæðis/Framsóknarflokki og Samfylkingu, og vinsamlegast vertu ekki að klína drullulélegu kvótakerfi í sjávarútvegi, sem sniðið er að þörfum þeirra stóru, á flokk sem engu hefur stjórnað hér.... því miður.

sola (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband