Lexía kvótaeigandans eða Íslendinga

Kristinn H. Gunnarsson skrifar í Fréttablaðið um sjávarútvegsmál, að Vestfirðingar hafi fengið lexíu þegar Samherji náði yfirtöku á Guðbjörginn ÍS 46. Einnig ræðir hann að Akureyringar eigi eftir að finna fyrir sömu lexíu frá hendi Brims.  Ekki ætla ég að ræða þessi tvö mál, en mig hefur alla tíð undrast yfir því hvernig kvótamálin hafa þróast í gegn um árin.  Pistill Kristinns gerði það að verkum að ég fór að hugsa aftur í tímann þegar við Íslendingar áttum fiskinn í sjónum og sem lítil stelpa á þeim tíma afar stolt af því.  En það var bara í gamla daga þegar ég upplifði mig meiri Íslending en ég er í dag einhverra hluta vegna.

Mín skoðun hefur og er enn í dag sú að byggðarlögin eigi að eiga kvótann og leigja þau til skipanna á staðnum sem skipin eru skráð og landa helst í heimabyggð.  Útvegsfyrirtækin eiga ekki að eiga kvótann. Það kæmi sér best fyrir sveitafélögin.  Hér áður fyrr var okkur sagt að við Íslendingar ættum fiskinn í sjónum, í dag er það sko aldeilis ekki.  Kvótinn er í eigu fárra einstaklinga sem fengu hann á gullfati frá ríkisstjórn þeirra tíma.  Svo þegar kvótaeigandinn deyr, þá erfist kvótinn til erfingja kvótaeigandans.  Ég get ekki betur séð en að það myndi ekki skipta máli fyrir hinn almenna Íslending hvort erlendir aðilar myndu eiga kvótann okkar eður ei. 

Þetta eru vangaveltur mínar um málefni Íslendinga í mínum fyrsta moggabloggi. 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ég er 100% sammála þér. Gott framtak að vekja máls á þessu.  Bestu kveður. Níels A. Ársælsson.

Níels A. Ársælsson., 21.1.2007 kl. 15:55

2 identicon

Komdu sæl Áslaug, ég er nokkuð sammála þessu, við þurftum að vísu einhverrja stýringu á veiðarnar, en ástæða þess að kvótinn komst í eigu örfárra manna var sú að hér réði ríkjum ríkisstjórn auðvalds en ekki almennings, eins og er enn þann dag í dag, þannig að á þessu verður engin breyting, og þó !!! það er séns, kosningar í vor og ef við viljum einhverju breyta þá er aðeins um tvo kosti að ræða, kjósa Vg eða Sf og þó helst Samfylkingu, allavega er það mín skoðun. Kvótinn, eða þessar veiðiheimildir sem sumir tala um sem einskonar fasteign átti aldrei að fara útúr viðkomandi byggðalagi, þetta var eign sjómannanna, og allra þessara sjarmerandi frystihúskerlinga ! en í dag segja margir að það sé of seint að breyta þessu, bankarnir fari á hausinn en ég segi bara, hvað með það ????

sola (IP-tala skráð) 21.1.2007 kl. 22:32

3 identicon

Sæl Hanna Birna, nafnið þitt minnir mann óneitanlega á ákveðna D-lista konu, sem að vísu hefur skoðanir ..... ekki að mínu skapi en er skelegg ! en Frjálslyndir ??? ég veit ekki, mér finnst finnst vera þarna eitthvert stríð í gangi, Margrét gegn formanni og varaformanni, þetta er slæmt, hún er góð manneskja og held ég væri tilbúin að huga að almannahagsmunum... í alvöru, en ég er samt sammála þér, kerfið er arfavitlaust, hvað getum við gert ? ég persónulega hef vorkunn með fullt af litlum sjávarplássum þar sem ekkert er að gera, tökum sem dæmi Siglufjörð, munum við eftir þessu síldarævintýri ???? hvar er hagnaðurinn af því ?? ekki á Siglufirði, nei..... kannski í Svíþjóð, eða ég veit ekki hvar, allavega vega voru þessir svokölluðu síldarspekúlantar menn sem komu.... og fóru...... með hagnaðinn, við þurfum að fara að breyta aðstæðum, gefa fólkinu í sjávarbyggðunum kost á að lifa góðu lífi.... og njóta þess sem í boði er....... fiskur ! en það sem er að gerast í dag, td. HB-Grandi, risafyrirtæki í Reykjavík leggur undir sig lítil fyrirtæki einsog gerðist nú á Vopnafirði, skipinu lagt, gefið skít í liðið.......... hér snýst allt um hámarkshagnað, ég held að þessar gömlu góðu bæjarútgerðir séu að fá tilverurétt sinn á ný !

sola (IP-tala skráð) 21.1.2007 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband