Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Hreint vatn notað allt til helminga með olíu á vissar vélar

Vitur roskinn maður búsettur á austfjörðum segir að fyrir þó nokkuð löngu síðan við getum bara sagt í gamla daga hefði verið notað hreint vatn úr krananum með olíunni og vélin vann miklu betur.  Meiri sprengikraftur kom með því að nota vatnið og það jafnvel talið nauðsynlegt með þessari vél.  Hann skilur ekki af hverju nútíma rannsakendur og fræðimenn hafi ekki þróað þessar vélar meira og prufað sig áfram því ekkert væri auðveldara og ódýrara en að nota óunnið vatnið.  Ég man ekki hvaða vélar hans sagði þær vera, en alla vega þá var þetta gert á árunum áður. 

Eru ekki allir að reyna að finna orkugjafa sem hentar á bílana okkar svo við getum hætt að nota bensín eða olíu eða alla vega minnkað það.  Heimurinn er að leggjast í þunglyndi vegna hækkandi bensíns og olíuverðs.   Hugsið ykkur, það var bara hægt að dæla vatni úr krananum með olíunni og vélin gekk betur.  Er einhver sem kann þessi fræði????  Væri ekki hægt að skoða þessa tækni betur, og hefur einhver reynt það og með hvaða árangri þá???  

Ákvað að seta þessar upplýsingar frá þessum einstakling á bloggsíðuna mína í þeirri von að einhver mér vitrari kæmi með viðbrögð er varðar þetta atriði.   


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband