Barnaperrar

Það er leitt til þess að hugsa að í umhverfi okkar, í dag minna barnabarna eru barnaníðingar.  Í dag þá ræddi dóttir mín við mig um þessi mál, hún á ekki ennþá börn, dóttir mín er mjög reið að til séu svona einstaklingar í okkar þjóðfélagi.  Við ræddum þetta í einhvern tíma og okkar niðurstaða er sú að ef þessir einstaklingar eru dæmdir, þá verður þjóðfélagið - ríkistjórnin að koma þessum einstaklingum út betri einstaklingum en þeir fóru inn.  Hvernig er nú farið að því, jú það er einfaldlega hægt að gjelda þá, ef það dugar eða endurhæfa þá og þeir þurfi að vera í eftirliti ævilangt. Það er ekki hægt að vona að þeir brjóti ekki af sér aftur.  Það þarf einfaldlega að fylgjast með þeim.

Er hægt að breyta kvótakerfinu ???

Spurning mín til stjórnarflokkanna er sú, " Er hægt að breyta kvótakerfinu ".  Er það hægt án þess að kerfið verði rjúkandi rúst.???  Ef kerfið verður rjúkandi, þá hverjum er það að kenna ??? 

Eins og ég sagði í fyrri pistli mínum, þegar ég var stelpa, þá átti ég með öðrum Íslendingum fiskinn í sjónum, en í dag eiga fáir íslendingar fiskinn í sjónum.  Pabbi stelpunnar í næsta húsi sem á fullt af fiskum í sjónum það kallast að eiga kvóta, stelpan mun erfa pabba sinn og verða rík, en ekki ég, þrátt fyrir að við fyrir nokkrum tugum árum síðan áttum jafn mikið í fiskinum í sjónum við Íslandsstrendur og vorum jafn ríkar í gamla daga. 

ÉG spyr er þetta sanngjarnt.???

 


Lexía kvótaeigandans eða Íslendinga

Kristinn H. Gunnarsson skrifar í Fréttablaðið um sjávarútvegsmál, að Vestfirðingar hafi fengið lexíu þegar Samherji náði yfirtöku á Guðbjörginn ÍS 46. Einnig ræðir hann að Akureyringar eigi eftir að finna fyrir sömu lexíu frá hendi Brims.  Ekki ætla ég að ræða þessi tvö mál, en mig hefur alla tíð undrast yfir því hvernig kvótamálin hafa þróast í gegn um árin.  Pistill Kristinns gerði það að verkum að ég fór að hugsa aftur í tímann þegar við Íslendingar áttum fiskinn í sjónum og sem lítil stelpa á þeim tíma afar stolt af því.  En það var bara í gamla daga þegar ég upplifði mig meiri Íslending en ég er í dag einhverra hluta vegna.

Mín skoðun hefur og er enn í dag sú að byggðarlögin eigi að eiga kvótann og leigja þau til skipanna á staðnum sem skipin eru skráð og landa helst í heimabyggð.  Útvegsfyrirtækin eiga ekki að eiga kvótann. Það kæmi sér best fyrir sveitafélögin.  Hér áður fyrr var okkur sagt að við Íslendingar ættum fiskinn í sjónum, í dag er það sko aldeilis ekki.  Kvótinn er í eigu fárra einstaklinga sem fengu hann á gullfati frá ríkisstjórn þeirra tíma.  Svo þegar kvótaeigandinn deyr, þá erfist kvótinn til erfingja kvótaeigandans.  Ég get ekki betur séð en að það myndi ekki skipta máli fyrir hinn almenna Íslending hvort erlendir aðilar myndu eiga kvótann okkar eður ei. 

Þetta eru vangaveltur mínar um málefni Íslendinga í mínum fyrsta moggabloggi. 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband