Afnám verðtrygginga fjárskuldbindinga.
24.1.2007 | 16:13
Þetta segir Jóhanna Sigurðardóttir :
Guðni Ágústsson vill afnema verðtryggingu fjárskuldbindinga. Jón viðskiptaráðherra líka, bara ekki núna því það er svo mikil þensla og verðbólga. Athyglisvert var að hlýða á Jón í þinginu í dag þegar hann gaf efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar þessa einkunn. Jón viðskiptaráðherra vill líka koma á greiðsluaðlögun fyrir skuldug heimili. Það upplýsti ráðherrann á Alþingi í dag sem svar við fyrirspurn minni um það efni. Á hverju ári frá 1997 eða í 10 ár hef ég ásamt öðrum þingmönnum Samfylkingarinnar flutt þetta mál, en því hefur ávallt verið hafnað af stjórnarliðum. En nú eru að koma kosningar og þá gefa stjórnarliðar loforð í allar áttir.
Áfram með þetta málefni Jóhanna, það skiptir sköpum fyrir venjulegt fjölskyldufólk.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
20 milljóna húsnæðislán til 40 ára sem tekið var fyrir tveimur árum hefur hækkað upp í 22.4 milljónir. Þótt það sé búið að borga 100 þúsund kr. á mánuði í afborganir, eða samtals 2,4 milljónir þá hefur lánið ekkert lækkað heldur hækkað.
Til að bæta gráu ofan á svart ákvað ríkisstjórnin að skera niður vaxtabæturnar.
Dofri Hermannsson (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.