Fiskurinn "okkar" er munaðarvara á matarborði mínu

María Gylfadóttir stjórnmálafræðingur skrifar í Fréttablaðið um verðmun á fiski í könnunum í dag.  Hér kemur greinin:

Til háborinnar skammar
verðmunur á fiski í könnun
Verðkönnun ASÍ sýndi nýlega fram á gríðarlegan verðmun á fiski eftir verslunum á höfuðborgarsvæðinu, Könnunin sýndi einnig að verð hafði hækkað talsvert frá því í fyrra.

Verðkönnun ASÍ sýndi nýlega fram á gríðarlegan verðmun á fiski eftir verslunum á höfuðborgarsvæðinu, Könnunin sýndi einnig að verð hafði hækkað talsvert frá því í fyrra.

Hvað finnst þér um þennan verðmun? "Þetta kemur mér kannski ekki mikið á óvart en þessi niðurstaða sýnir tvennt: það er ekki virk samkeppni og samkeppniseftirlit í landinu og neytandinn stendur sig ekki í því að gera verðsamanburð. Við verðum að taka okkur saman neytendur og neita að kaupa vöru sem er allt að níutíu prósentum dýrari en hægt er að fá hana annars staðar. Svo finnst mér til háborinnar skammar hjá einni mestu fiskveiðiþjóð heims að fiskverð sé með því hæsta sem gerist á heiminum, sérstaklega á þessum tímum þegar umræðan snýst að miklu leyti um offitu."

Hvað er hægt að gera?

"Tvennt er að hægt að gera við þessu. Það er hægt að efla samkeppniseftirlitið svipað og það sem fjármálaráðherra hefur boðað ef birgjar og verslanir standa sig ekki í að skila lækkun virðisaukaskatts og afnámi vörugjalda til neytenda. Svo getum við neytendur sjálf veitt aðhald á þessum markaði. Við verðum að vera miklu meðvitaðri um það hvað við erum að borga fyrir matvöru. Það skiptir okkur máli. Ég spyr mig af hverju fiskur er kominn í flokk lúxusvara þegar það er ekki þar með sagt að hann eigi að vera þar.

Ég hef alla vega tekið eftir því að þegar ég versla fisk í fiskverlsunum, þá borgar maður fyrir hann eins og um munaðarvöru er að ræða.  Svo segja þeir sem vit hafa á þessu að þessar fiskverslanir eru hjá einum eiganda. 

Þegar ég var lítil, þá var fiskur í nær öll mál og skyr á eftir.  Enda tel ég mig afar hrausta konu í dag ( 7 9 13 og slá undir borð ).  Þá var fiskurinn mjög mjög ódýr vara.  Hvernig stendur á þessu að við sem erum fiskiþjóð, skulum þurfa að greiða ofur hátt verð fyrir soðninguna.??  Er fsikbúðirnar að verða eins og sagan með kvótann.???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband