Stærsti innfluttningur á sterum til Íslands.

Einu fréttirnar af þessum innfluttning er á visir.is.  Virðist eins og þetta sé ekkert merkilegt.  Hvað er að fjölmiðlum yfirleitt. Ef maður er ekki laminn eða örkumlaður þá er það ekki frétt. 

Set hér fréttina í heild sinni.

  Tollverðir fundu töflurnar á föstudag. Maðurinn var síðan handtekinn á mánudaginn þegar hann ætlaði að sækja póstsendinguna.

Fréttablaðið, 25. jan. 2007 06:45

Fundu 13.000 töflur
Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn á mánudag þegar hann sótti póstsendingu, stílaða á verslun í hans eigu, sem innihélt rúmlega 13.000 steratöflur. Tollverðir í Reykjavík fundu töflurnar við reglubundið eftirlit síðastliðinn föstudag. Verslun mannsins er á Suðurnesjum og því var lögregluembættinu þar falin umsjón með málinu.

Að sögn Eyjólfs Kristjánssonar, fulltrúa lögreglustjórans á Suðurnesjum, var ákveðið að bíða með að handtaka manninn þar til eftir að maðurinn næði í sendinguna, en töflurnar komu með pósti frá Taílandi.
Eyjólfur segir að talið sé nokkuð víst að maðurinn hafi staðið einn að innflutningnum.

Hann vildi ekki útiloka að maðurinn hefði áður flutt inn svona efni þar sem rannsókn málsins væri ekki lokið að fullu, en taldi það þó ekki líklegt. „Við erum að vinna í því að greina hvaða efni þetta eru í töflunum og styrkleika þeirra. En þetta er óvenjumikið magn. Ég man ekki eftir svona stóru steramáli í fljótu bragði. Það eru því líkur á því að þetta hafi verið ætlað til dreifingar."

Til samanburðar lagði tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hald á eina sendingu af sterum allt árið í fyrra og var þar um 700 töflur að ræða.

Þessi innfluttningur er alveg eins og um venjuleg fýkniefni sé að ræða. Ekkert smá magn af tölfum.  Að mínu mati hið alvarlegasta mál.  Þeir sem ánetjast sterum, verða bæði sterkari og reiðari, og hvernig fer það t.d. við heimilishald, umferð og almennt í þjóðfélaginu.  Hef af þessu miklar áhyggjur.  Er bara ekki góða lýsið það besta sem maður tekur inn.  Alla vega þegar ég var að alast upp. Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Áslaug Sigurjónsdóttir

Er með góða mynd þessu til sönnunar, en ég get ekki pastað hana inn. Hún lýsir þessu sem þú kemur með Jóna Ingibjörg.  Reyndi en alla vega ef hún kemur inn, þá njótið.

Áslaug Sigurjónsdóttir, 29.1.2007 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband