Íslendingar hræddir við evruna !!!!!

Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins eru nær 63% Íslendinga sem vilja ekki að evran verði tekin upp.  Þetta eru væntanlegar tölur þeirra sem tóku afstöðu.  Ég skil ekki þessa hræðslu við evruna, alla vega ekki afstöðu almennings.  Ég tel að það þyrfti að koma af stað umræðu/fræðslu svo almenningur geti gert sér grein fyrir því hvað myndi ávinnast og hvað ekki.  Ég er ein af þeim sem tók afstöðu fyrir þó nokkuð mörgum árum síðan.  Ég er hlynnt evrunni.  Bóndinn var ekki á sömu skoðun og ég þá en skoðun hans er að breytast sem betur fer.  Ríkistjórnin og Seðlabankinn leikur sér að krónunni okkar.  Þeirra vald myndi minnka með innleiðingu evrunnar. Þetta er mín skoðun.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ég hef nú heyrt ýmislegt í gegnum tíðina þegar fólki er að "útskýra" hvers vegna aðrir vogi sér að hafa aðra skoðun á málum en það sjálft, en ég held að ég hafi aldrei heyrt því haldið fram að um hræðslu væri að ræða. Getur ekki bara verið að umræddir einstaklingar vilji ekki blessaða evruna?

Hjörtur J. Guðmundsson, 24.1.2007 kl. 13:00

2 Smámynd: Áslaug Sigurjónsdóttir

Að fræða okkur og vekja upp heiðarlega umræðu um evruna, þá myndu við geta tekið afstöðu með eða á móti.  Kanski þá myndi mín afstaða breytast, það er aldrei að vita.  Það er líðræði ekki satt.

Áslaug Sigurjónsdóttir, 24.1.2007 kl. 13:08

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ég veit ekki betur en að öllum sé frjálst að leita sér fræðslu um evruna kjósi þeir það. Heilmikil umræða var t.d. í gangi sl. vikur um hana og skoðanakönnunin nú er væntanlega afleiðing þeirrar umræðu.

Hvað kallar þú annars heiðarlega umræðu?

Hjörtur J. Guðmundsson, 24.1.2007 kl. 13:27

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Heiðarleg umræða er þegar að upp kemur mál sem margir telja að þurfi að ræða. Þá séu fjölmiðlar og fræðimenn tilbúnir að ræða málin án æsings og upplýsa fólk um kosti og galla í málinu. Ekki þeir sem hafa fyrirfram myndað sér skoðun og standa á henni og kalla aðra landráðamenn. Ef að við sem þjóð geturm hugsanlega haft hag af breytingum þá á að skoða það. Getur verið að það komi í ljós að gallarnir við málið séu stærri en kostirnir en þá þurfum við að fá það staðfest frá einhvejum sem vit hafa á málinu og á máli sem almenningur skilur. T.d. varðandi evruna. Þá væri hægt að ráða erlent fyrirtæki til að kanna hvort hún sé eftirsóknaverð fyrir okkur sem og innganga í ESB.

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.1.2007 kl. 13:38

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þú meinar æsing eins og þegar Ingibjörg Sólrún kallaði íslenzku krónuna ónýta og reyndi að kenna henni um það ástand sem er í efnahagslífi þjóðarinnar í dag og sérfræðingar, s.s. hjá greininadeildum bankanna, hafa bent á að sé út í hött? Ég skil það vel og er alveg sammála því að það var fáránlegt upphlaup hjá henni.

Þess utan hafa vissulega erlendir óháðir sérfræðingar metið það svo að aðild að Evrópusambandinu og upptaka evru myndi ekki henta Íslendingum, s.s. núverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna og einn virtasti hagfræðingur heims dr. Frederic Mishkin svo ekki sé minnzt á þann mann sem nefndur hefur verið faðir evrunnar, Nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði dr. Robert A. Mundell. Ég man á hinn bóginn ekki eftir neinum slíkum aðila sem mælt hafi með því að evran yrði tekin upp hér á landi og að Íslandi gengi í Evrópusambandið.

Þessir ágætu menn ættu að hafa heilmikið vit á þessum málum og senilega meira en flestir aðrir í heiminum. En ég efa einhvern veginn að það hafi mikið að segja fyrir þá sem þegar hafa myndað sér þá skoðun að evran sé málið og vilja ekki heyra á annað minnzt.

Hjörtur J. Guðmundsson, 24.1.2007 kl. 13:51

6 Smámynd: Áslaug Sigurjónsdóttir

Er sammála Magnúsi Helga. Þurfum að fá staðfest kosti og galla hjá óháðum sérfræðingum, ekki pólitikusum.

Áslaug Sigurjónsdóttir, 24.1.2007 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband