Hreint vatn notað allt til helminga með olíu á vissar vélar

Vitur roskinn maður búsettur á austfjörðum segir að fyrir þó nokkuð löngu síðan við getum bara sagt í gamla daga hefði verið notað hreint vatn úr krananum með olíunni og vélin vann miklu betur.  Meiri sprengikraftur kom með því að nota vatnið og það jafnvel talið nauðsynlegt með þessari vél.  Hann skilur ekki af hverju nútíma rannsakendur og fræðimenn hafi ekki þróað þessar vélar meira og prufað sig áfram því ekkert væri auðveldara og ódýrara en að nota óunnið vatnið.  Ég man ekki hvaða vélar hans sagði þær vera, en alla vega þá var þetta gert á árunum áður. 

Eru ekki allir að reyna að finna orkugjafa sem hentar á bílana okkar svo við getum hætt að nota bensín eða olíu eða alla vega minnkað það.  Heimurinn er að leggjast í þunglyndi vegna hækkandi bensíns og olíuverðs.   Hugsið ykkur, það var bara hægt að dæla vatni úr krananum með olíunni og vélin gekk betur.  Er einhver sem kann þessi fræði????  Væri ekki hægt að skoða þessa tækni betur, og hefur einhver reynt það og með hvaða árangri þá???  

Ákvað að seta þessar upplýsingar frá þessum einstakling á bloggsíðuna mína í þeirri von að einhver mér vitrari kæmi með viðbrögð er varðar þetta atriði.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Steinsson

Sko.....

Venjulegar bílvélar ganga fyrir eldsneyti sem BRENNUR (hvort sem það er bensín, diesel eða matarolía) og seinast þegar ég vissi brennur vatn mjög treglega þannig að nota það sem eldsneyti gengur eiginlega ekki ef á að nota brunamótor. Hins vegar veit ég að í sumum tilfellum er er örlitlu magni af fínum vatnsúða sprautað inn í vélina til að hafa áhrif á brunann (fræðin bak við þetta kann ég ekki).

Þess má hinsvegar geta að þegar vetni er notað sem sem eldsneyti kemur hreint vatn eða vatnsgufa út um púströrið vegna þess að þegar vetni brennur gengur það í samband við súrefni og myndar einfaldlega vatn. Vatn er jú H2O þar sem H2 stendur fyrir tvö mólikúl af vetni og O fyrir eitt mólikúl súrefni.

Einar Steinsson, 14.7.2008 kl. 22:49

2 Smámynd: Áslaug Sigurjónsdóttir

Ég veit að venjulegar nútímavélar þurfa bensín eða olíu til að brenna. Einu
sinni voru til gufuvélar. Það sem gerðist í þessum vélum sem ég nefni var
að eldsneytinu var sprautað á einhvers konar glóðarhaus og voru víst
kallaðar glóðarhausvélar.

Áslaug Sigurjónsdóttir, 14.7.2008 kl. 23:08

3 Smámynd: Einar Steinsson

Gufuvélar þurfa líka eldsneyti (oftast bruna) til að hita gufuna, gufan er nefnilega ekki ekki eldsneyti heldur notað til að færa orkuna frá eldsneytinu yfir í hreyfanlega hluti vélarinnar. Þær hafa ekkert með glóðarhausavélar að gera.

Glóðarhausavélar eru að mestu leiti svipaðar og venjulegar bílvélar. Glóðarhausinn er bara önnur (og löngu úrelt) aðferð við að kveikja í eldsneytinu. Þessi aðferð er samt notuð ennþá t.d. í litlum mótorum í fjarstýrðum flugmótelum.

Einar Steinsson, 14.7.2008 kl. 23:30

4 Smámynd: Áslaug Sigurjónsdóttir

Ætli það sé samt ekki hægt að nýta tæknina í þetta í venjulega bíla t.d.  Ég er bara fávís um þessa hluti, en er nú samt að velta þessu fyrir mér.  Ég þakka fyrir að vera með mér í þessum vangaveltum mínum, en ég fékk þessa þekkingu af manni sem ég lít mikið upp til, er svona sjálflærður og veit alla skapaða hluti þótt áttræður sé að verða.  Gengur enn um óbyggðir landsins.

Áslaug Sigurjónsdóttir, 14.7.2008 kl. 23:40

5 Smámynd: Einar Steinsson

Þegar eldsneytisverð fer upp hrekkur þróunin á sparneytnum vélum í fluggír, það gerðist í orkukreppunni upp úr 1970 og það mun gerast núna. Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur á markaðinn á næstu árum.

Og gamlar hugmyndir fá nýtt líf. Til dæmis veit ég að menn eru að velta fyrir sér hvort gufuvélar séu vænlegur kostur. Það er ýmislegt hægt að gera í dag sem tæknin leifði ekki áður og gefur gömlum hugmyndum líf.

Einar Steinsson, 15.7.2008 kl. 00:01

6 Smámynd: Áslaug Sigurjónsdóttir

Þannig að smá kreppur svona öðru hvoru eru bara til góðs.  Ágætt orðatiltæki sem einn afbragðs knattspyrnuþjálfari sagði einu sinni " að það er ekki alltaf hægt að taka út úr gleðibankanum endalaust, maður þarf líka að leggja inn í bankann ".

Áslaug Sigurjónsdóttir, 15.7.2008 kl. 00:35

7 identicon

Ég sé að þú ert búin að breyta blogginu þínu eins og ég, þetta er flott þema hjá þeim strákunum/stelpunum.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband